fimmtudagur, 20. mars 2014

Öllum kvenniðkendum í yngri flokkum boðið á kvennalandsleik Íslands og Frakklands 26. mars

Handknattleikssamband Íslands býður hér með öllum kvenniðkendum í yngri flokkum ( 3. flokkur kvenna og niður) hjá aðildarfélögum sínum á landsleik Íslands og Frakklands sem fram fer í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 26. mars n.k. kl 19.30.

Þetta er leikur í riðlakeppni fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í desember n.k.

Ísland er í baráttu um að komast á Evrópumótið og er því allur stuðningur vel þeginn.

 

Vinsamlega mætið í bláu því íslenska liðið kemur til með að spila í bláum búningum.

 

ÁFRAM ÍSLAND!!

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli