Minnum á handboltaskóla ÍR sem byrjar á þriðjudaginn!
Tveggja vikna handboltanámskeið fyrir krakka fædd 2004-1997. Æfingar standa yfir í tvær klukkustundir dag hvern og fara fram í íþróttahúsinu við Austurberg.
Skólastjóri er Sigurjón Björnsson(Sjonni)! Sjonni er hokinn af reynsu, en hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur þjálfað handbolta í 6 ár, allt frá 6. Flokki upp í 3. Flokk. Sjonni hefur spilað í meistaraflokki síðan 2006 og varð íslandmeistari með HK 2011 og bikar- og meistari meistarana með ÍR 2013. Sjonni er uppalinn ÍR-ingur og hefur alla sinn ferill leikið með ÍR utan tvö ár sem hann lék með HK.
Takmarkaður fjöldi kemst að í hvort námskeið og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Námskeiðsvikur:
10.-24. júní
5.-18. ágúst
Æfingatímar og aldursflokkar:
10-12 ára(02-04) kl. 09:00-11:00
13-14 ára(01-00) kl. 11:30-13:30
15-16 ára(99-97) kl. 13:30-15:30
Verð: 14.500 kr.
Skráning á www.ir.is
Nánari upplýsingar hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080
ÍR Handbolti - 3. flokkur kvenna
Skráðu netfangið þitt hér hægra megin á síðunni! Þannig færðu tilkynningar hér á bloggsíðunni sendar í netpósti.
sunnudagur, 8. júní 2014
Handboltaskóli ÍR
miðvikudagur, 7. maí 2014
mánudagur, 28. apríl 2014
3.fl. kv. í undanúrslit Íslandsmóts
Stelpurnar í 3. fl. kv. eru komnar í undanúrslit í Íslandsmótinu eftir sigur á ÍBV um helgina. Þær spila við Fylki í undanúrslitunum miðvikudaginn 30 apr. kl. 18:00 í Fylkishöllinni. Síðasti leikur þeirra á móti Fylki endaði með eins marks tapi þannig að við við búumst við hörku viðureign sem endar vonandi með farseðil í úrslitaleikinn 4.maí. Stelpurnar hvetja alla ÍR-fjölskylduna til að mæta á svæðið og styðja þær áfram í úrslitaleikinn!
Undanúrslit 3.kv. 2014
Mið. 30.apr. 18.00 Fylkishöll Fylkir - ÍR
Fim. 1.maí.2014 13.30 Framhús Fram - Selfoss
Sun. 4.maí.2014 18.00 Austurberg Úrslitaleikur – Úrslitaleikur
fimmtudagur, 20. mars 2014
Öllum kvenniðkendum í yngri flokkum boðið á kvennalandsleik Íslands og Frakklands 26. mars
Handknattleikssamband Íslands býður hér með öllum kvenniðkendum í yngri flokkum ( 3. flokkur kvenna og niður) hjá aðildarfélögum sínum á landsleik Íslands og Frakklands sem fram fer í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 26. mars n.k. kl 19.30.
Þetta er leikur í riðlakeppni fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í desember n.k.
Ísland er í baráttu um að komast á Evrópumótið og er því allur stuðningur vel þeginn.
Vinsamlega mætið í bláu því íslenska liðið kemur til með að spila í bláum búningum.
ÁFRAM ÍSLAND!!
þriðjudagur, 11. mars 2014
AÐALFUNDUR HANDKNATTLEIKSDEILDAR ÍR
Aðalfundur handknattleiksdeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 19. mars n.k.
Fundartími: miðvikudaginn 19. mars 2013 kl. 19:30
Staður: ÍR heimilið í mjódd, 2. hæð
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
3. Lesnir og skýrðir rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir síðasta almanaksár.
4. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
5. Kosinn formaður.
6. Kosnir aðrir stjórnarmenn og tveir stjórnarmenn til vara.
7. Kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund félagsins.
8. Ákveðin æfingagjöld.
9. Önnur mál.
Við hvetjum allt áhugafólk um ÍR-handbolta að mæta og kynnast starfinu betur. Framboð hafa borist í allar stöður stjórnar en við hvetjum fólk til að íhuga að koma og taka þátt.
Kveðja Stjórnin
fimmtudagur, 27. febrúar 2014
Bikarhelgin - Pistill úr klefanum frá Bjarka Sig.
Bjarki Sig.